Færsluflokkur: Íþróttir

Besti fótboltamaður í heimi..

9. Janúar verður tilkynnt hver hreppir gullknöttinn, verðlaun fyrir besta leikmann heims.

Í fyrra vann Lionel Messi þennan heiður og var vel að honum kominn og var það nokkuð augljóst hver tæki þennan titil á þeim tíma.

Núna er búið að tilkynna þann hóp leikmanna sem og þá þjálfara sem eiga möguleika á að vinna verðlaun af þessum toga.

Leikmennirnir eru eftirfarandi:

Samuel Eto'o (Anzhi)

Andres Iniesta ( Barcelona )
Cesc Fabregas ( Barcelona )
Dani Alves ( Barcelona )
David Villa ( Barcelona )
Eric Abidal ( Barcelona )
Gerard Pique ( Barcelona )
Lionel Messi ( Barcelona )
Xavi Hernandes ( Barcelona )

Bastian Schweinsteiger ( FC Bayern)
Thomas Muller ( FC Bayern )

Diego Forlan ( Inter Milan )
Wesley Sneijder ( Inter Milan )

Luis Suarez ( Liverpool )

Sergio Aguero ( Manchester City )

Nani ( Manchester United )
Wayne Rooney ( Manchester United )

Cristiano Ronaldo ( Real Madrid )
Iker Casillas ( Real Madrid )
Karim Benzema ( Real Madrid )
Mestu Ozil ( Real Madrid )
Xabi Alonso ( Real Madrid )

Neymar ( Santos ) 

23 leikmenn úr öllum deildum í heiminum og án efa þeir bestu á sínu sviði.

 

Gaman verður að sjá hvernig þetta fer en ég persónulega myndi telja að efstu þrír af leikmönnum yrðu eftirfarandi:

Lionel Messi (Barcelona)
Cristiano Ronaldo ( Real Madrid )
Cesc Fabregas ( Barcelona )
______________________________________________

Þá er komið að þjálfurunum sem eiga kost á því að vinna þennan titil og ætla ég að telja þá upp svipað og með leikmennina hér að ofan.

Arsen Wenger ( Arsenal )
Pep Guardiola ( Barcelona )
Jurgen Klopp ( Borussia Dortmund )
Andres Villas-Boas (Chelsea)
Rudi Garcia ( Lille )
Alex Ferguson ( Manchester United )
Jose Mourinho ( Real Madrid )

Vicente Del Bosque ( Spænska Landsliðið)
Oscar Tabarez ( Úrúgvæska landsliðið)
Joachim Low ( Þýska landsliðið )

Já...þetta er ágætis hópur af þjálfurum en finnst mér persónulega skrítið að Arsen Wenger skuli vera inní þessum hóp.

Það er alveg eins og Wenger hafi átt áskrift til þess að vera inná þessum lista því ekki hefur hann verið að skila miklum árangri hjá Arsenal seinustu leiktíðir.

Í fyrra töpuðu þeir í úrslitum í League Cup á móti Birmingham 1-2 þar sem Birmingham sýndi það hvernig á að berjast til sigurs! Arsenal menn vildu þetta bara ekki nægilega mikið!
Jújú, einhver mun núna fara á Wikipedia og athuga þetta og þar mun koma í ljós að Arsenal átti mun erfiðari leiki í bikarnum heldur en Birmingham en samt var græðgin ekki nægilega mikil í lokin.
Seinasta tímabil sem hann átti gott með Arsenal var 2004 - 2005 þar sem hann tók deildini, Samfélagsskjöldinn og það tímabil var alveg ágætt hjá kallinum en af hverju í ósköpunum er hann á þessum lista? Útaf góðum kaupum? Vel heppnaðar sölur?
Nei....þetta er vangavelta útaf fyrir sig!!!

Vonandi hafði einhver gagn af því að lesa þetta en fljótlega langar mig að fara ofaní kjölinn á sigurstranglegum leikmönnum sem og þjálfurum og fræðast aðeins um þá nánar.

Ég þakka lesturinn, megið endilega segja mér ykkar skoðun, þ.e ef þið hafi hana! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband