Leikbönn

Góðan daginn.

Ég veit að það eru ekki margir sem nenna að lesa um íþróttir eða þá aðallega fótbolta en þeir sem nenna því og hafa áhuga á því, endilega tjáið ykkur eftir lesturinn.

 

Í dag langar mig að fjalla um leikbönn.

Aðal umræðan í dag er um Wayne Rooney, leikmann Manchester United og Englands.
Fyrir stuttu síðan braut hann afskaplega kjánalega af sér í landsleik Englands gegn Svartfjallalandi.

http://www.youtube.com/watch?v=8NlsC0MDNsw atvikið má sjá hér eftir 0:25...

Fyrir þetta brot fékk hann þriggja leikja bann (alveg hárrétt ákvörðun) og eru aðilar sem standa á bakvið enska landsliðið alveg bálreiðir vegna þessa. Þar að auki er þetta seinasti leikur fyrir stórmót og með þessum þrem leikjum sem hann er í banni, missir hann af riðlakeppninni.

Eina sem mig langar að velta upp hér fyrir þá sem lesa þetta, er þetta ekki rétt? Hann sparkar einfaldlega í manninn vísvitandi.

Ef við hugsum þetta alveg hlutlaust, af hverju ætti Rooney að fá eins leiks bann (eins og Englendingar og hann sjálfur vonuðust eftir) á meðan að einhver annar sem fer svona í leikmann fær 3 leiki?
Þetta má kalla ,,árás" á annan leikmann (ekki taka þessu of nákvæmlega) t.d eins og Zidane hér um árið þegar að hann og Materazzi tókust á.

Fyrir mitt leiti er þetta alltaf þriggja leikja bann, hann sparkar í manninn vísvitandi en sér eftir því í dag...vokrun? Engin!!

Ég er samt sammála þeim röddum sem segir að þetta eyðinleggi töluvert fyrir Englendingum í þessari keppni þar sem hann er einn af burðarstólpum liðsins, mjög mikilvægur. En hvað er hægt að segja um þennan mann þegar að hann gerir svona? Þetta var bara stundarbrjálæði hjá honum eftir að eiga ekki góðan leik og er honum og hans þjóð afar dýrkeypt.

En nóg um það, hvað finnst þér?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfinnur Mar Þrúðmarsson

Og núna áfríar Enska knattspyrnusambandið....almáttugur...ef hann fær þetta í gegn, með 1 leik í bann heiti ég Jón!

Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, 4.11.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband