Færsluflokkur: Enski boltinn

Leikbönn

Góðan daginn.

Ég veit að það eru ekki margir sem nenna að lesa um íþróttir eða þá aðallega fótbolta en þeir sem nenna því og hafa áhuga á því, endilega tjáið ykkur eftir lesturinn.

 

Í dag langar mig að fjalla um leikbönn.

Aðal umræðan í dag er um Wayne Rooney, leikmann Manchester United og Englands.
Fyrir stuttu síðan braut hann afskaplega kjánalega af sér í landsleik Englands gegn Svartfjallalandi.

http://www.youtube.com/watch?v=8NlsC0MDNsw atvikið má sjá hér eftir 0:25...

Fyrir þetta brot fékk hann þriggja leikja bann (alveg hárrétt ákvörðun) og eru aðilar sem standa á bakvið enska landsliðið alveg bálreiðir vegna þessa. Þar að auki er þetta seinasti leikur fyrir stórmót og með þessum þrem leikjum sem hann er í banni, missir hann af riðlakeppninni.

Eina sem mig langar að velta upp hér fyrir þá sem lesa þetta, er þetta ekki rétt? Hann sparkar einfaldlega í manninn vísvitandi.

Ef við hugsum þetta alveg hlutlaust, af hverju ætti Rooney að fá eins leiks bann (eins og Englendingar og hann sjálfur vonuðust eftir) á meðan að einhver annar sem fer svona í leikmann fær 3 leiki?
Þetta má kalla ,,árás" á annan leikmann (ekki taka þessu of nákvæmlega) t.d eins og Zidane hér um árið þegar að hann og Materazzi tókust á.

Fyrir mitt leiti er þetta alltaf þriggja leikja bann, hann sparkar í manninn vísvitandi en sér eftir því í dag...vokrun? Engin!!

Ég er samt sammála þeim röddum sem segir að þetta eyðinleggi töluvert fyrir Englendingum í þessari keppni þar sem hann er einn af burðarstólpum liðsins, mjög mikilvægur. En hvað er hægt að segja um þennan mann þegar að hann gerir svona? Þetta var bara stundarbrjálæði hjá honum eftir að eiga ekki góðan leik og er honum og hans þjóð afar dýrkeypt.

En nóg um það, hvað finnst þér?? 


,,Leikaraskapur"

Góðan daginn.

Núna langar mig að velta fyrir mér leikaraskap í fótbolta.
Það sem drífur mig áfram við þessi skrif er leiðindar tuðið í títtnefndum Paul nokkrum Sharner, varnarmann West Bromwich Albion.

Sharner tuðar/sakar Luis Suarez, framherja Liverpool, um leikaraskap þegar að hann fékk víti í leik WBA vs Liverpool síðastliðina helgi. Suarez er ekki sá líkamlega sterkasti maður sem fundinn er í deildinni en hann er snöggur og klókur leikmaður og jú, fer stundum leiðinlega auðveldlega niðir. En í þessu tiltekna atviki má sjá að leikmaður WBA brýtur klárlega af sér.

Ég kvet alla sem vita ekki mikið um þetta mál endilega að skoða þetta atvik á myndböndum á netinu. (http://www.101greatgoals.com/videodisplay/west-brom-liverpool-15621869/)

En ég mun hinsvegar tala aðeins um aðdraganda þessa atviks.
Liverpool spilar boltanum frá sínum eigin vítateig og inná miðjuna þar sem Suarez lætur hann ganga útá kanntinn og hefst þá sóknin. Boltin gengur svo á næsta leikmann þa sem hann reynir sendingu á Suarez sem heppnast ekki. Varnarmaður nær að lauma tánni í boltan og ýtir honum upp að næsta varnarmanni/kanntmanni sem ætlar sér að taka boltan og losa um pressuna.
Þar sem að þessi tiltekni leikmaður áttar sig ekki á því hve Suarez er snöggur reynir hann að ná í boltan en Suarez er þá mættur til þess að ná í boltan og nær að flæma löppinni í boltan og setur hann í gegnum klofið á leikmanninum. Þá reynir Suarez að fara framhjá leikmanninum en hann missir alveg af boltanum og hugsar þá einungis um manninn og stígur Suarez frekar harkalega út og Suarez fer í grasið.
Dómarinn hinsvegar dæmir ekki víti, lætur leikinn halda áfram en þegar að hann áttar sig á því að aðstoðardómari hans er með flaggið á lofti og dinglar því eins og óður maður, dæmir hann vítaspyrnu við litla kátínu WBA manna.

Suarez gerir ALDREI tilkall til vítaspyrnu heldur reynir hann að koma sér á fætur til þess að halda leik áfram.
Það er greinileg snerting frá varnarmanninum, það er án efa engin leikaraskapur í þessu tilfelli, snertingin er það mikil að Suarez fellur einfaldlega til jarðar.

 
Niðurstöða mín í þessum pælingum er sú að Paul Sharner sé einfaldlega ósáttur við að hafa átt svona gríðarlega lélegan leik á móti Liverpool og að þeir hafi aldrei átt breik í þennan leik, það má sjá ef horft er á leikinn aftur.

Hvað finnst þér? Endilega tjáðu þig ef þú hefur eitthvað hugsað um þetta mál því mikið fer fyrir þessu máli í fjölmiðlum... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband